Áhyggjuefni að hafa hægðir annan hvern dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:39 Guðrún Bergmann er stútfull af fróðleik. Vísir/GVA Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira