Al-Sisi býður sig fram til endurkjörs í Egyptalandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 12:26 Sisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn mjög sigurstranglegur. Vísir/AFP Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér. Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér.
Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36