Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 10:25 Starfsmenn FEMA hafa dreift vatni og mat til íbúa Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María olli gríðarlegri eyðileggingu þar í september. Vísir/AFP Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Sjá meira
Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36