Langþreytt á þrengslum, aðstöðuleysi og heilsuspillandi húsnæði Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 20:00 Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00
Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27