Meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í starf með börnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. KFUM&KFUK Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00