Nóg komið Magnús Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar