Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 15:25 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. Vísir/AFP Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. Lögmenn Assange höfðu krafist þess að hún yrði felld niður og sögðu hana hafa „misst tilgang sinn“. Handtökuskipunin var gefin út árið 2012 eftir að Assange braut skilyrði gegn því að ganga laus gegn tryggingu og sótti um hæli í sendiráði Ekvador í London. Assange hefur haldið til þar síðan. Þegar hann sótti um hæli átti hann von á því að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann átti að mæta fyrir dóm vegna kynferðisbrotamáls, sem hefur síðan verið fellt niður. Dómari málsins sagði í dag að það að brjóta gegn skilyrðum þess að ganga laus gegn tryggingu væri stakur glæpur og að Assange þyrfti að útskýra af hverju hann gerði það. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er eins árs fangelsisvist. Assange óttast þó áfram að vera framsendur til Bandaríkjanna. Á síðasta mánuðum hafa stjórnvöld Ekvador veitt Assange ríkisborgararétt og farið fram á að Bretar viðurkenni hann sem erindreka ríkisins svo hann geti yfirgefið sendiráðið. Því var hafnað og kölluðu yfirvöld Bretlands eftir því að Assange „mætti réttlætinu“. Þá hefur forseti Ekvador sagt að vera hans í sendiráðinu væru vandræði fyrir ríkisstjórn landsins og er leitað leiða til að koma honum út. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. Lögmenn Assange höfðu krafist þess að hún yrði felld niður og sögðu hana hafa „misst tilgang sinn“. Handtökuskipunin var gefin út árið 2012 eftir að Assange braut skilyrði gegn því að ganga laus gegn tryggingu og sótti um hæli í sendiráði Ekvador í London. Assange hefur haldið til þar síðan. Þegar hann sótti um hæli átti hann von á því að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann átti að mæta fyrir dóm vegna kynferðisbrotamáls, sem hefur síðan verið fellt niður. Dómari málsins sagði í dag að það að brjóta gegn skilyrðum þess að ganga laus gegn tryggingu væri stakur glæpur og að Assange þyrfti að útskýra af hverju hann gerði það. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er eins árs fangelsisvist. Assange óttast þó áfram að vera framsendur til Bandaríkjanna. Á síðasta mánuðum hafa stjórnvöld Ekvador veitt Assange ríkisborgararétt og farið fram á að Bretar viðurkenni hann sem erindreka ríkisins svo hann geti yfirgefið sendiráðið. Því var hafnað og kölluðu yfirvöld Bretlands eftir því að Assange „mætti réttlætinu“. Þá hefur forseti Ekvador sagt að vera hans í sendiráðinu væru vandræði fyrir ríkisstjórn landsins og er leitað leiða til að koma honum út.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10