Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 15:00 Óson í heiðhvolfinu ver yfirborð jarðar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Alþjóðlegt samkomulag var gert á 9. áratugnum til þess að snúa við eyðingu þess af völdum manna. Vísir/Getty Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur. Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur.
Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47