Engin heildstæð meðferð fyrir dæmda kynferðisbrotamenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir í kynferðisbrotamálum og eflingu löggæslu. vísir/stefán „Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið. Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið.
Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02