RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Ríkisútvarpið hefur um tvo milljarða króna á ári í tekjur af sölu auglýsinga og kostana. Lagt hefur verið til að stofnunin hverfi af auglýsingamarkaði. vísir/ernir Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10