Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:00 Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María. Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00