Vatnsleki úti um allt á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 10:44 Mikill vatnsleki er nú í Breiðholtsskóla. jóhann k. jóhannsson Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson
Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30
Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15