Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent