Ólympíuför Freydísar vekur athygli í New Hampshire: Ég virkilega stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 11:30 Freydís Halla Einarsdóttir. Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Sjá meira