Starfsmaður barnaverndar úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 16:59 Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Vísir/ernir Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07