Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 15:48 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Vísir Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. Greint er frá málinu á vef RÚV. Héraðsdómur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í byrjun febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Lögbannið verður því áfram í gildi þar til Landsréttur hefur kveðið upp sinn dóm. Óvíst er hvenær sá dómur verði kveðinn upp. Í yfirlýsingu frá ritstjórum Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar segir meðal annars: „Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka. Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga. Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.“ Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, þann 13. október. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem voru eins og fyrr segir sýknuð í héraðsdómi í málinu. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Yfirlýsing ritstjóra Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra einhverra áhrifamestu aðila í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi mun halda áfram um ófyrirséðan tíma ef Landsréttur fellst á áfrýjunarbeiðni þrotabús hins gjaldþrota banka Glitnis, sem lögð var fram í dag.Líklegt er, ef fallist verður á áfrýjun Glitnis HoldCo í Landsrétti, og síðar mögulega í Hæstarétti, að lögbannið muni vara fram á næsta ár.Ólögmætt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, fjölskyldu hans og lykilstarfsmanna í hinum gjaldþrota banka hefur nú varað í 122 daga. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur fordæmt lögbannið og hvatt til afléttingar þess til að tryggja rétt almennings til upplýsinga og frelsi fjölmiðla til tjáningar. Evrópuráðið hefur sett Ísland á válista vegna ógnar sem fjölmiðlafrelsinu stafar af íslenska ríkinu.https://www.coe.int/en/web/media-freedom/all-alerts/-/soj/alert/29828205Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sex tilfellum komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningafrelsi blaðamanna með því að dæma þá fyrir hegningalagabrot fyrir dómstólum. Brot íslenskra yfirvalda á tjáningarfrelsi samkvæmt vestrænni skilgreiningu og lagaumhverfi eru þannig ítrekuð og skipuleg.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar síðastliðinn, sem hafði þá niðurstöðu að lögbannið væri ólögmætt, er sérstaklega vakið máls á því hvernig lögbannið stangast á við lýðræði og frelsi:„Með lögbanninu var einnig komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um þau mál sem fjallað var um af hálfu stefndu og þannig raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Lögbannið fól sem fyrr segir einnig í sér fyrirfram tálmun sem almennt þarf ríkar ástæður til að réttlæta. Í þessu sambandi verður jafnframt að hafa í huga að þegar lögbannið var lagt á voru einungis 12 dagar til þess að Alþingiskosningar færu fram 28. október. Ljóst er að rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál eru ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars. Þessi réttindi eru nátengd, enda er tjáningarfrelsi ein af nauðsynlegum forsendum þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum. Af þeim sökum hefur verið talið sérstaklega brýnt að fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum í aðdraganda kosninga.“Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka.Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga.Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media:Ingibjörg Dögg KjartansdóttirJóhannes Kr. KristjánssonJón Trausti Reynisson Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. Greint er frá málinu á vef RÚV. Héraðsdómur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í byrjun febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Lögbannið verður því áfram í gildi þar til Landsréttur hefur kveðið upp sinn dóm. Óvíst er hvenær sá dómur verði kveðinn upp. Í yfirlýsingu frá ritstjórum Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar segir meðal annars: „Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka. Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga. Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.“ Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, þann 13. október. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem voru eins og fyrr segir sýknuð í héraðsdómi í málinu. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Yfirlýsing ritstjóra Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra einhverra áhrifamestu aðila í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi mun halda áfram um ófyrirséðan tíma ef Landsréttur fellst á áfrýjunarbeiðni þrotabús hins gjaldþrota banka Glitnis, sem lögð var fram í dag.Líklegt er, ef fallist verður á áfrýjun Glitnis HoldCo í Landsrétti, og síðar mögulega í Hæstarétti, að lögbannið muni vara fram á næsta ár.Ólögmætt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, fjölskyldu hans og lykilstarfsmanna í hinum gjaldþrota banka hefur nú varað í 122 daga. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur fordæmt lögbannið og hvatt til afléttingar þess til að tryggja rétt almennings til upplýsinga og frelsi fjölmiðla til tjáningar. Evrópuráðið hefur sett Ísland á válista vegna ógnar sem fjölmiðlafrelsinu stafar af íslenska ríkinu.https://www.coe.int/en/web/media-freedom/all-alerts/-/soj/alert/29828205Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sex tilfellum komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningafrelsi blaðamanna með því að dæma þá fyrir hegningalagabrot fyrir dómstólum. Brot íslenskra yfirvalda á tjáningarfrelsi samkvæmt vestrænni skilgreiningu og lagaumhverfi eru þannig ítrekuð og skipuleg.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar síðastliðinn, sem hafði þá niðurstöðu að lögbannið væri ólögmætt, er sérstaklega vakið máls á því hvernig lögbannið stangast á við lýðræði og frelsi:„Með lögbanninu var einnig komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um þau mál sem fjallað var um af hálfu stefndu og þannig raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Lögbannið fól sem fyrr segir einnig í sér fyrirfram tálmun sem almennt þarf ríkar ástæður til að réttlæta. Í þessu sambandi verður jafnframt að hafa í huga að þegar lögbannið var lagt á voru einungis 12 dagar til þess að Alþingiskosningar færu fram 28. október. Ljóst er að rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál eru ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars. Þessi réttindi eru nátengd, enda er tjáningarfrelsi ein af nauðsynlegum forsendum þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum. Af þeim sökum hefur verið talið sérstaklega brýnt að fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum í aðdraganda kosninga.“Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka.Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga.Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media:Ingibjörg Dögg KjartansdóttirJóhannes Kr. KristjánssonJón Trausti Reynisson
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45