Tjáði sig dólgslega um hina 17 ára Chloe Kim og missti útvarpsþáttinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:30 Chloe Kim með gullið sitt. Vísir/Getty „Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018 Ólympíuleikar Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
„Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018
Ólympíuleikar Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira