Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Ali Abdel-Aziz lét SBG-menn heyra það. vísir/getty Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52. MMA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52.
MMA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira