Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2018 10:47 Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum víða um land í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang.
Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55