Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:20 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur íbúa til að halda sig heima. Vísir/Sylvía Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira