Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2018 23:15 Björgunarsveitir hafa aðstoðað fjölda fólks á vegum úti í dag. Vísir/Jói K. Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39