Upp, upp mín sál og allt mitt streð Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun