Fyrstu listamennirnir sem koma fram á LungA tilkynntir Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2018 16:30 Frá Lunga hátíðinni síðasta sumar. LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20.-21. júlí. Sala á forsölumiðum hófst í dag, 28. febrúar, kl 12:00 á Tix.is. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði. Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Aðallistamaðurinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og femíníska texta. Aðrir sem munu prýða hið íkoníska svið á Norðursíldar planinu á Seyðisfirði eru:Föstudagur:Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt dönsurum VökLaugardagur:Princess Nokia Reykjavíkurdætur Soleima Alvia Islandia LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði hvert sumar í júlí síðan 2000 og er því ein af elstu hátíðum landsins. LungA byrjaði smátt en stækkar með hverju árinu sem líður og stendur orðið yfir í 11 daga með þéttri og metnaðarfullri alþjóðlegri dagskrá. Þema hátíðarinnar í ár er Kyn eða „Gender” og munu fyrirlestrar, gjörningar, kvikmyndasýningar og ýmislegt annað á hátíðinni þetta árið bera merki þess. Forsöluverð, einn dagur – 5900 kr. Forsöluverð, helgarpassi – 8900 kr. Einn dagur – 7900 kr. Helgarpassi – 10900 kr. Hér að neðan má sjá myndband með Princess Nokia. Enn á eftir að kynna til leiks fleiri listamenn sem koma fram á LungA. Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20.-21. júlí. Sala á forsölumiðum hófst í dag, 28. febrúar, kl 12:00 á Tix.is. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði. Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Aðallistamaðurinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og femíníska texta. Aðrir sem munu prýða hið íkoníska svið á Norðursíldar planinu á Seyðisfirði eru:Föstudagur:Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt dönsurum VökLaugardagur:Princess Nokia Reykjavíkurdætur Soleima Alvia Islandia LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði hvert sumar í júlí síðan 2000 og er því ein af elstu hátíðum landsins. LungA byrjaði smátt en stækkar með hverju árinu sem líður og stendur orðið yfir í 11 daga með þéttri og metnaðarfullri alþjóðlegri dagskrá. Þema hátíðarinnar í ár er Kyn eða „Gender” og munu fyrirlestrar, gjörningar, kvikmyndasýningar og ýmislegt annað á hátíðinni þetta árið bera merki þess. Forsöluverð, einn dagur – 5900 kr. Forsöluverð, helgarpassi – 8900 kr. Einn dagur – 7900 kr. Helgarpassi – 10900 kr. Hér að neðan má sjá myndband með Princess Nokia. Enn á eftir að kynna til leiks fleiri listamenn sem koma fram á LungA.
Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira