Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 12:05 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við upphaf formannafundarins í morgun. vísir/heimir már Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30