Norðmenn banna sigurvegara fyrir 13 ára aldur og það er greinilega að ganga upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 12:00 Ingvild Flugstad Oestberg, Astrid Uhrenholdt Jacobsen, Ragnhild Haga og Marit Björgen með gullverðlaun sín í boðgöngu. Vísir/Getty Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Sjá meira
Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Sjá meira