Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 18:49 Margir hafa kveikt á kertum fyrir Ján Kuciak í Slóvakíu. EPA/Vísir Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“ Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“
Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira