Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Magaermaraðgerðir Gravitas eru framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00