Víglínan: Óvissa á vinnumarkaði og endurnýjaður Sjálfstæðisflokkur í borginni Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:56 Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 Víglínan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20
Víglínan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira