Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 10:08 Auður og Sigurður. Til nokkurs er að vinna en verðlaunaféð eru tæpar sex milljónir króna. Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira