Óskar Hrafn: Leiðinlegur Mourinho er að eyðileggja Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:00 Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30
Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47