Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli með tónleikum Guðný Hrönn skrifar 22. febrúar 2018 12:15 Kvennakór Suðurnesja er 50 ára í dag. Kórinn fagnar tímamótunum með stórtónleikum og svo utanlandsferð í vor. Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær. Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði. Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“ Tónlist Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær. Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði. Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“
Tónlist Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira