Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 20. febrúar 2018 11:25 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur í forgrunni, Eyþór Arnalds ásamt Áslaugu Maríu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni sem fylgdu Eyþóri fast á hæla í kosningu um fyrsta sæti listans. Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?