Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Jónas Þór Guðmundson, formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33