Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 09:00 Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. Visir/AntonBrink „Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
„Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15
Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19