Stjórnarráðið ætlar að fara fram með góðu fordæmi með loftslagsstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2018 10:34 Ætlunin er að kolefnisjafna starfsemi stjórnarráðsins. Vísir/GVA Tólf milljónum króna verður varið í gerð loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar fyrir stjórnarráð Íslands. Ætlunin er að stjórnarráðið fari fram með góðu fordæmi, dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af starfsemi þess og kolefnisjafni sig sem fyrst. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að verja hluta af stefnufé til verkefnisins. Hluti fjárins verður notaður í vinnu sérfræðings eða ráðgjafa og hluti til beinna aðgerða til að draga úr losun og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Starfinu verður stýrt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að stjórnarráðið gangi fram með góðu fordæmi í loftslagsmálum. Loftslagsstefna fyrir stjórnarráðið verður eitt þeirra verkefna sem unnið verður að í tengslum við aðgerðaáætlun fyrir Ísland í loftslagsmálum. Hún á að vera tilbúin á þessu ári. Upphaflega átti aðgerðaáætlunin að vera tilbúin fyrir lok síðasta árs. Kosningar og stjórnarskipti hafa hins vegar tafið vinnu við hana. Loftslagsstefna og aðgerðaáætlun stjórnarráðsins á einnig að nýtast opinberum stofnunum. Þær geti fengið ráðgjöf um hvernig þær geti markað sér stefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Tólf milljónum króna verður varið í gerð loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar fyrir stjórnarráð Íslands. Ætlunin er að stjórnarráðið fari fram með góðu fordæmi, dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af starfsemi þess og kolefnisjafni sig sem fyrst. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að verja hluta af stefnufé til verkefnisins. Hluti fjárins verður notaður í vinnu sérfræðings eða ráðgjafa og hluti til beinna aðgerða til að draga úr losun og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Starfinu verður stýrt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að stjórnarráðið gangi fram með góðu fordæmi í loftslagsmálum. Loftslagsstefna fyrir stjórnarráðið verður eitt þeirra verkefna sem unnið verður að í tengslum við aðgerðaáætlun fyrir Ísland í loftslagsmálum. Hún á að vera tilbúin á þessu ári. Upphaflega átti aðgerðaáætlunin að vera tilbúin fyrir lok síðasta árs. Kosningar og stjórnarskipti hafa hins vegar tafið vinnu við hana. Loftslagsstefna og aðgerðaáætlun stjórnarráðsins á einnig að nýtast opinberum stofnunum. Þær geti fengið ráðgjöf um hvernig þær geti markað sér stefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45