Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ólöf Skaftadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 6. mars 2018 07:00 Birna Hafstein, formaður FÍL, ætlaði að faðma leikhússtjórann eftir að kjaraviðræður voru leiddar til lykta, en Ari brást ókvæða við. Vísir/ernir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira