Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2018 06:00 Formanns- og stjórnarkjör í Eflingu stendur til kl. 20 í kvöld og fer fram í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Fréttablaðið/Vilhelm Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31