„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:21 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn muni taka efnislega afstöðu til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra komi slík tillaga fram. vísir/hanna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm ræða nú sín á milli hvort þeir leggi sameiginlega fram vantrauststillögu á ráðherrann en í desember síðastliðnum komst Hæstiréttur að því að Sigríður hefði brotið gegn stjórnsýslulögum þegar fimmtán dómarar voru skipaðir við hið nýja dómstig, Landsrétt. Ekkert liggur fyrir í þeim efnum hvort flokkarnir leggi sameiginlega fram tillögu um vantraust en ekkert er því til fyrirstöðu að einhver einn flokkur leggi fram slíka tillögu í eigin nafni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV ófært að dómsmálaráðherra sitji áfram en Þorgerður vill ekki tjá sig um sína eigin afstöðu til málsins. „Vantrauststillagan er ekki komin fram, þetta er í umræðu. Bara það að umræðan um vantraust skuli vera að koma fram sýnir alvarleika málsins og sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra. En ég leyni því ekki að ég vil bara að þessir hlutir séu gerðir rétt og þeir vegnir og metnir af yfirvegun,“ segir Þorgerður. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í dag. Stjórnarandstaðan skoðar hins vegar að leggja fram vantraust á ráðherrann.vísir/hanna Flokkur fólksins vill stíga varlega til jarðar Hún segir að Viðreisn muni taka afstöðu til þess hvað er best fyrir dómskerfið og hafa sitt æðsta boðorð, almannahagsmunir framar sérhagsmunum, að leiðarljósi. „Er það að samþykkja vantraust á Sigríði Andersen að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni? Við förum í okkar box og tikkum í. Er verið að auka trúverðugleika á dómskerfinu, eyða réttaróvissu sem skiptir ekki síður máli? Þannig að við munum bara taka efnislega afstöðu til málsins,“ segir Þorgerður og bætir við að margt sé komið fram, bæði þegar bréf umboðsmenn Alþingis til stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sé lesið og í dómum Hæstaréttar. „Það eru mörg efnisleg rök sem hafa komið fram en við þurfum að horfa á heildarmyndina.“ Sjá einnig:Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að flokkurinn vilji stíga varlega til jarðar í málinu. „Við vorum á þingflokksfundi í dag og við segjum enn eins og við gerðum þá að við viljum fá að sjá niðurstöður Hæstaréttar áður en við förum að taka einhverjar svona afgerandi ákvarðanir,“ segir Inga aðspurð um hvort hún vilji að dómsmálaráðherra víki. Vísar hún í mál sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, eina af fjórum dómurum Landsréttar sem Sigríður, skipaði þvert á mat hæfisnefndar. Landsréttur úrskurðaði að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í sakamáli sem rétturinn hefur til meðferðar en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem lagði fram kröfuna um að Arnfríður myndi víkja sæti vegna vanhæfis, kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Arnfríður sjálf ásamt tveimur dómurum til viðbótar kvað upp úrskurðinn en dóms Hæstaréttar í málinu er nú beðið. Spurð út í það hvort að Flokkur fólksins myndi þá ekki styðja það núna að leggja fram vantraust á ráðherra ítrekaði Inga það að flokkurinn myndi ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að það sé sín skoðun að dómsmálaráðherra eigi að víkja.vísir/hanna Íhugunarefni að ráðherrann sitji sem slíkur eftir dóm Hæstaréttar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, segir að flokkurinn hafi litið svo á að vantrauststillaga hljóti að koma fram á einhverjum tímapunkti. „Kannski fyrst og fremst vegna þess að í stólnum er ráðherra sem hefur verið dæmd í Hæstarétti fyrir það hvernig hún hélt á málum. Við höfum talið að það ætti að vera í það minnsta íhugunarefni að ráðherra skuli sitja sem slíkur. Ég hef nú sjálfur persónulega tekið það fram í þinginu að mér finnst að ráðherra sem hefur hlotið Hæstaréttardóm geti ekki setið og það á þá við um þennan ágæta ráðherra, dómsmálaráðherra, og líka núverandi heilbrigðisráðherra sem er í sömu stöðu að hafa verið dæmd af Hæstarétti í fyrri ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir þetta vera prinsippmál. „Hvar drögum við línuna, hvenær þarf ráðherra að víkja? Þetta snýst ekki um persónur, ekki um einstaklinga heldur hvernig við viljum að ábyrgðin sé og virðingin fyrir embættunum.“ Gunnar Bragi segist ekki geta svarað því núna hvort að það náist samstaða um það á meðal stjórnarandstöðunnar að leggja fram sameiginlega tillögu. „Það er í sjálfu sér aukaatriði hvort það náist samstaða. Það skiptir meira máli hvernig atkvæðagreiðslan fellur. Það getur vel verið að menn vilji ekki vera með á tillögunni en styðji að ráðherra víki en það á bara eftir að koma í ljós. Fyrir okkur snýst þetta fyrst og fremst um það að menn vandi til verka.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm ræða nú sín á milli hvort þeir leggi sameiginlega fram vantrauststillögu á ráðherrann en í desember síðastliðnum komst Hæstiréttur að því að Sigríður hefði brotið gegn stjórnsýslulögum þegar fimmtán dómarar voru skipaðir við hið nýja dómstig, Landsrétt. Ekkert liggur fyrir í þeim efnum hvort flokkarnir leggi sameiginlega fram tillögu um vantraust en ekkert er því til fyrirstöðu að einhver einn flokkur leggi fram slíka tillögu í eigin nafni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV ófært að dómsmálaráðherra sitji áfram en Þorgerður vill ekki tjá sig um sína eigin afstöðu til málsins. „Vantrauststillagan er ekki komin fram, þetta er í umræðu. Bara það að umræðan um vantraust skuli vera að koma fram sýnir alvarleika málsins og sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra. En ég leyni því ekki að ég vil bara að þessir hlutir séu gerðir rétt og þeir vegnir og metnir af yfirvegun,“ segir Þorgerður. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í dag. Stjórnarandstaðan skoðar hins vegar að leggja fram vantraust á ráðherrann.vísir/hanna Flokkur fólksins vill stíga varlega til jarðar Hún segir að Viðreisn muni taka afstöðu til þess hvað er best fyrir dómskerfið og hafa sitt æðsta boðorð, almannahagsmunir framar sérhagsmunum, að leiðarljósi. „Er það að samþykkja vantraust á Sigríði Andersen að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni? Við förum í okkar box og tikkum í. Er verið að auka trúverðugleika á dómskerfinu, eyða réttaróvissu sem skiptir ekki síður máli? Þannig að við munum bara taka efnislega afstöðu til málsins,“ segir Þorgerður og bætir við að margt sé komið fram, bæði þegar bréf umboðsmenn Alþingis til stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sé lesið og í dómum Hæstaréttar. „Það eru mörg efnisleg rök sem hafa komið fram en við þurfum að horfa á heildarmyndina.“ Sjá einnig:Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að flokkurinn vilji stíga varlega til jarðar í málinu. „Við vorum á þingflokksfundi í dag og við segjum enn eins og við gerðum þá að við viljum fá að sjá niðurstöður Hæstaréttar áður en við förum að taka einhverjar svona afgerandi ákvarðanir,“ segir Inga aðspurð um hvort hún vilji að dómsmálaráðherra víki. Vísar hún í mál sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, eina af fjórum dómurum Landsréttar sem Sigríður, skipaði þvert á mat hæfisnefndar. Landsréttur úrskurðaði að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í sakamáli sem rétturinn hefur til meðferðar en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem lagði fram kröfuna um að Arnfríður myndi víkja sæti vegna vanhæfis, kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Arnfríður sjálf ásamt tveimur dómurum til viðbótar kvað upp úrskurðinn en dóms Hæstaréttar í málinu er nú beðið. Spurð út í það hvort að Flokkur fólksins myndi þá ekki styðja það núna að leggja fram vantraust á ráðherra ítrekaði Inga það að flokkurinn myndi ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að það sé sín skoðun að dómsmálaráðherra eigi að víkja.vísir/hanna Íhugunarefni að ráðherrann sitji sem slíkur eftir dóm Hæstaréttar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, segir að flokkurinn hafi litið svo á að vantrauststillaga hljóti að koma fram á einhverjum tímapunkti. „Kannski fyrst og fremst vegna þess að í stólnum er ráðherra sem hefur verið dæmd í Hæstarétti fyrir það hvernig hún hélt á málum. Við höfum talið að það ætti að vera í það minnsta íhugunarefni að ráðherra skuli sitja sem slíkur. Ég hef nú sjálfur persónulega tekið það fram í þinginu að mér finnst að ráðherra sem hefur hlotið Hæstaréttardóm geti ekki setið og það á þá við um þennan ágæta ráðherra, dómsmálaráðherra, og líka núverandi heilbrigðisráðherra sem er í sömu stöðu að hafa verið dæmd af Hæstarétti í fyrri ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir þetta vera prinsippmál. „Hvar drögum við línuna, hvenær þarf ráðherra að víkja? Þetta snýst ekki um persónur, ekki um einstaklinga heldur hvernig við viljum að ábyrgðin sé og virðingin fyrir embættunum.“ Gunnar Bragi segist ekki geta svarað því núna hvort að það náist samstaða um það á meðal stjórnarandstöðunnar að leggja fram sameiginlega tillögu. „Það er í sjálfu sér aukaatriði hvort það náist samstaða. Það skiptir meira máli hvernig atkvæðagreiðslan fellur. Það getur vel verið að menn vilji ekki vera með á tillögunni en styðji að ráðherra víki en það á bara eftir að koma í ljós. Fyrir okkur snýst þetta fyrst og fremst um það að menn vandi til verka.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent