Dæmi um að viðhalds- og umsýslugjöld séu dregin af launum erlendra starfsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 16:41 Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm 60 prósent þeirra mála sem komu inn á borð Eflingar á síðasta ári varðandi launakröfur og brot á réttindum launafólks tendust launafólki af erlendum uppruna. Dæmi er um að starfsmannaleiga setji ákvæði í ráðningarsamninga um að viðhalds- og umsýslugjöld dragist af launum starfsmanna.Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem birt var í dag. Þar segir að undanfarin ári hafi átt sér stað gríðarleg fjölgun á erlendu starfsfólki sem komi hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja.„Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningumVinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það erfjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505,“ segir í skýrslunni.Að sama skapi er fjöldi útsendra starfsmanna á vegum þjónustufyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins einnig í sögulegu hámarki en á þessu ári var fjöldinn 1.825 samanborið við 279 þegar mest lét í síðustu uppsveiflu árið 2008.Í skýrslunni segir að hætta sé á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi. Er þar bent á ákvæði laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið sé á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og það væri ráðið beint til notendafyrirtækis auk þess sem það eigi rétt á sömu meðferð, aðstöðu, aðbúnaði, aðgengi að þjálfun og annarri menntun hjá því fyrirtæki. Mynd/ASÍ„Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt,“ segir í skýrslunni. Segir einnig að hátt í þúsund mál hafi komið á borð Eflingar stéttarfélags tengd erlendum félagsmönnu. Af málunum séu sjö prósent tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga en fjöldi félagsmanna Eflinga sem starfa fyrir slíkar leigur sé aðeins um 1,5-2 prósent af heildarfjölda félagsmanna.Óæskilegt að starfsmaður sé háður atvinnurekanda um húsnæði Þá segir einnig að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins ,“ segir í skýrslunni. Segir þar að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu. Þá sé einnig algengt að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmanna starfsmannaleiga. Í skýrslunni er birtir hlutar af ráðningarsamningi ónefndrar starfsmannaleigu við starfsmann. Hefur leigan áskilið sér rétt til þess að rukka rukka um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferðum starfsmannsins til og frá vinnu. Eins og sést hér að ofan hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fatagjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferðagjald, líkamsræktaráskrift, eða önnur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfsmannsins. „Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum, “ segir í skýrslu ASÍ sem nálgast má hér. Kjaramál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
60 prósent þeirra mála sem komu inn á borð Eflingar á síðasta ári varðandi launakröfur og brot á réttindum launafólks tendust launafólki af erlendum uppruna. Dæmi er um að starfsmannaleiga setji ákvæði í ráðningarsamninga um að viðhalds- og umsýslugjöld dragist af launum starfsmanna.Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem birt var í dag. Þar segir að undanfarin ári hafi átt sér stað gríðarleg fjölgun á erlendu starfsfólki sem komi hingað til lands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja.„Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningumVinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það erfjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505,“ segir í skýrslunni.Að sama skapi er fjöldi útsendra starfsmanna á vegum þjónustufyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins einnig í sögulegu hámarki en á þessu ári var fjöldinn 1.825 samanborið við 279 þegar mest lét í síðustu uppsveiflu árið 2008.Í skýrslunni segir að hætta sé á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi. Er þar bent á ákvæði laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið sé á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og það væri ráðið beint til notendafyrirtækis auk þess sem það eigi rétt á sömu meðferð, aðstöðu, aðbúnaði, aðgengi að þjálfun og annarri menntun hjá því fyrirtæki. Mynd/ASÍ„Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt,“ segir í skýrslunni. Segir einnig að hátt í þúsund mál hafi komið á borð Eflingar stéttarfélags tengd erlendum félagsmönnu. Af málunum séu sjö prósent tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga en fjöldi félagsmanna Eflinga sem starfa fyrir slíkar leigur sé aðeins um 1,5-2 prósent af heildarfjölda félagsmanna.Óæskilegt að starfsmaður sé háður atvinnurekanda um húsnæði Þá segir einnig að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins ,“ segir í skýrslunni. Segir þar að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu. Þá sé einnig algengt að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmanna starfsmannaleiga. Í skýrslunni er birtir hlutar af ráðningarsamningi ónefndrar starfsmannaleigu við starfsmann. Hefur leigan áskilið sér rétt til þess að rukka rukka um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferðum starfsmannsins til og frá vinnu. Eins og sést hér að ofan hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fatagjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferðagjald, líkamsræktaráskrift, eða önnur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfsmannsins. „Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum, “ segir í skýrslu ASÍ sem nálgast má hér.
Kjaramál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira