Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 18:00 Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson áttust við í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. RÚV Ríkisútvarpið skoðar nú ásamt Vodafone hvort of mikið álag á símkerfi hafi orsakað það að símaatkvæði komust ekki til skila í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi. Höfundur lagsins Í stormi, sem var í einvíginu, segist hafa fengið fjölda skilaboða þess efnis og nefnir sem dæmi að tengdamóðir hans reyndi að kjósa lagið 42 sinnum í einvíginu, en tólf þeirra náðu ekki í gegn. Í einvíginu mættust Dagur Sigurðsson með lagið Í stormi og Ari Ólafsson með lagið Our Choice. Ari stóð uppi sem sigurvegari í hreinni símakosningu áhorfenda. Lögin tvö sem komust í einvígið voru þau sem höfðu fengið flest atkvæði frá sjö manna dómnefnd Söngvakeppninnar og áhorfendum sem kusu í gegnum síma. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. RÚV hefur enn ekki gefið upp hvernig atkvæðin skiptust á milli Ara og Dags í einvíginu.Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi.RÚV„Ótrúlega leiðinlegt mál“Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi, segist hafa fengið fjöldann allan af ábendingum þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag Sigurðsson í einvíginu. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt mál. En það er verið að skoða þetta og svo kemur í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Júlí Heiðar. Hann segist afar stoltur af árangrinum og Dagur hafi staðið sig ótrúlega vel. Hann hrósar einnig Ara Ólafssyni, segir hann hafa verið glæsilegan í þessari keppni, staðið sig ótrúlega vel og með flott lag. „En það er svekkjandi að tapa til að byrja með. Svo sættir maður sig við það og nýtur þess að vera í örðu sæti,“ segir Júlí Heiðar og nefnir að margir frábærir listamenn hafi hafnað í öðru sæti með glæsileg lög, þar á meðal Daði Freyr í fyrra og Friðrik Dór árið 2015.Segir þrettán stúlkur á fótbotamóti ekki hafa náð í gegn Því segir hann það hafa verið leiðinlegt að vakna við fjölda skilaboða þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag í einvíginu. Fólk hefur sent honum skjáskot þess efnis og þá hafa aðrir haft samband við hann. Til að mynda ein kona sem var með þrettán stúlkur á fótboltamóti. Stúlkurnar reyndu allar að kjósa Dag en atkvæði þeirra virtust ekki ná í gegn. „Það kom bara eins og það væri ekkert atkvæði móttekið, eins og símtalinu hefði verið hafnað,“ segir Júlí. „Pabbi minn komst ekki í gegn með atkvæði, systir mín komst ekki í gegn, afi minn komst ekki í gegn, maður frænku minnar komst ekki í gegn og tengdamóðir mín hringdi 42 sinnum inn en tólf af þeim náðu ekki í gegn,“ segir Júlí.Júlí segir Dag hafa staðið sig eins og hetju í keppninni.RÚVSkiljanlegt að álagið sé svakalegt Hann segir að í forkeppninni í Danmörku sé símakosningunni háttað þannig að þrjú númer eru fyrir hvort atriði í svona úrslitum. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins er hins vegar aðeins eitt númer á hvort lag. „Og þá er skiljanlegt að álagið verði svakalegt, sérstaklega kannski á númerið sem er að fá fleiri atkvæði til að byrja með, þá getur komið upp sú staða að það frjósi eitthvað,“ segir Júlí. Hann segir hópinn sem stóð að laginu ákaflega stoltan með frábæran árangur. Dagur hafi komið, séð og sigrað sem söngvari.Segir RÚV vilja hafa allt á hreinu „En þetta er leiðinlegt mál og fær mann til að hugsa hvað átti sér stað í gær,“ segir Júlí og á honum að heyra að þetta varpi skugga á annars afar ánægjulega keppni. Hann segir RÚV hins vegar vera að kanna málið ásamt Vodafone. „Það eru allir farnir í málið. RÚV er ekki að fara að fela neitt. Þau eru öll á því að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir eiga að vera,“ segir Júlí Heiðar og bætir við að lokum: „Við viljum lika bara að þetta komi ekki fyrir aftur og að keppendur á næsta ári þurfi ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu.“ Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Ríkisútvarpið skoðar nú ásamt Vodafone hvort of mikið álag á símkerfi hafi orsakað það að símaatkvæði komust ekki til skila í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi. Höfundur lagsins Í stormi, sem var í einvíginu, segist hafa fengið fjölda skilaboða þess efnis og nefnir sem dæmi að tengdamóðir hans reyndi að kjósa lagið 42 sinnum í einvíginu, en tólf þeirra náðu ekki í gegn. Í einvíginu mættust Dagur Sigurðsson með lagið Í stormi og Ari Ólafsson með lagið Our Choice. Ari stóð uppi sem sigurvegari í hreinni símakosningu áhorfenda. Lögin tvö sem komust í einvígið voru þau sem höfðu fengið flest atkvæði frá sjö manna dómnefnd Söngvakeppninnar og áhorfendum sem kusu í gegnum síma. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. RÚV hefur enn ekki gefið upp hvernig atkvæðin skiptust á milli Ara og Dags í einvíginu.Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi.RÚV„Ótrúlega leiðinlegt mál“Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi, segist hafa fengið fjöldann allan af ábendingum þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag Sigurðsson í einvíginu. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt mál. En það er verið að skoða þetta og svo kemur í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Júlí Heiðar. Hann segist afar stoltur af árangrinum og Dagur hafi staðið sig ótrúlega vel. Hann hrósar einnig Ara Ólafssyni, segir hann hafa verið glæsilegan í þessari keppni, staðið sig ótrúlega vel og með flott lag. „En það er svekkjandi að tapa til að byrja með. Svo sættir maður sig við það og nýtur þess að vera í örðu sæti,“ segir Júlí Heiðar og nefnir að margir frábærir listamenn hafi hafnað í öðru sæti með glæsileg lög, þar á meðal Daði Freyr í fyrra og Friðrik Dór árið 2015.Segir þrettán stúlkur á fótbotamóti ekki hafa náð í gegn Því segir hann það hafa verið leiðinlegt að vakna við fjölda skilaboða þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag í einvíginu. Fólk hefur sent honum skjáskot þess efnis og þá hafa aðrir haft samband við hann. Til að mynda ein kona sem var með þrettán stúlkur á fótboltamóti. Stúlkurnar reyndu allar að kjósa Dag en atkvæði þeirra virtust ekki ná í gegn. „Það kom bara eins og það væri ekkert atkvæði móttekið, eins og símtalinu hefði verið hafnað,“ segir Júlí. „Pabbi minn komst ekki í gegn með atkvæði, systir mín komst ekki í gegn, afi minn komst ekki í gegn, maður frænku minnar komst ekki í gegn og tengdamóðir mín hringdi 42 sinnum inn en tólf af þeim náðu ekki í gegn,“ segir Júlí.Júlí segir Dag hafa staðið sig eins og hetju í keppninni.RÚVSkiljanlegt að álagið sé svakalegt Hann segir að í forkeppninni í Danmörku sé símakosningunni háttað þannig að þrjú númer eru fyrir hvort atriði í svona úrslitum. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins er hins vegar aðeins eitt númer á hvort lag. „Og þá er skiljanlegt að álagið verði svakalegt, sérstaklega kannski á númerið sem er að fá fleiri atkvæði til að byrja með, þá getur komið upp sú staða að það frjósi eitthvað,“ segir Júlí. Hann segir hópinn sem stóð að laginu ákaflega stoltan með frábæran árangur. Dagur hafi komið, séð og sigrað sem söngvari.Segir RÚV vilja hafa allt á hreinu „En þetta er leiðinlegt mál og fær mann til að hugsa hvað átti sér stað í gær,“ segir Júlí og á honum að heyra að þetta varpi skugga á annars afar ánægjulega keppni. Hann segir RÚV hins vegar vera að kanna málið ásamt Vodafone. „Það eru allir farnir í málið. RÚV er ekki að fara að fela neitt. Þau eru öll á því að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir eiga að vera,“ segir Júlí Heiðar og bætir við að lokum: „Við viljum lika bara að þetta komi ekki fyrir aftur og að keppendur á næsta ári þurfi ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu.“
Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50