Stjörnuleikmenn PSG hrynja niður í aðdraganda Real Madrid leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Kylian Mbappe. Vísir/Getty Það hefur kostað sitt fyrir franska stórliðið Paris Saint Germain að vinna Marseille tvisvar sinnum á síðustu fjórum dögum. Tvær stórstjörnur liðsins hafa meiðst í leikjunum og framundan er seinni leikurinn við Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur. Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.He'll miss the Real Madrid game and more. Neymar will be having surgery in Brazil. Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Neymar fer í aðgerðina í Brasilíu en Brasilíumenn hafa einnig áhyggjur af sínum manni enda rétt rúmir hundrað dagar í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem hann mun leið landslið þjóðarinnar. Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.First Neymar, now Kylian Mbappe... The injury concerns are mounting for PSG. More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe er á eins árs láni frá Mónakó en PSG hefur forkaupsrétt á honum í sumar ef félagið er tilbúið að borga 165,7 milljónir punda fyrir hann. Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið. Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku. Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Það hefur kostað sitt fyrir franska stórliðið Paris Saint Germain að vinna Marseille tvisvar sinnum á síðustu fjórum dögum. Tvær stórstjörnur liðsins hafa meiðst í leikjunum og framundan er seinni leikurinn við Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur. Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.He'll miss the Real Madrid game and more. Neymar will be having surgery in Brazil. Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Neymar fer í aðgerðina í Brasilíu en Brasilíumenn hafa einnig áhyggjur af sínum manni enda rétt rúmir hundrað dagar í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem hann mun leið landslið þjóðarinnar. Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.First Neymar, now Kylian Mbappe... The injury concerns are mounting for PSG. More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe er á eins árs láni frá Mónakó en PSG hefur forkaupsrétt á honum í sumar ef félagið er tilbúið að borga 165,7 milljónir punda fyrir hann. Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið. Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku. Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira