Of mikil áhætta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun