Gamla bíó enn á bráðabirgðaleyfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2018 11:17 Guðvarður Gíslason, eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós Vísir/Anton Brink „Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla. Tónlist Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla.
Tónlist Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira