Friða flugskýlisgrind frá hernámsárunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Stálburðarvirki Flugkýlis 1 er jafnvel talið geta verið einstakt á heimsvísu að mati Minjastofnunar Íslands. Vísir/Eyþór „Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira