Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti reynst írska Eurovision-laginu fjötur um fót Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2018 18:06 Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við írska Eurovision-framlagið í ár. Vísir/Skjáskot Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan. Eurovision Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan.
Eurovision Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira