Brimrótið og baslið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:00 Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar