Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 11:52 Theresa May boðar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna árásarinnar á Skripal. vísir/getty Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00