Ætlar að verða hinn íslenski Michael Bublé: Jafnvígur á söng og fiðluleik og á leið í Carnegie Hall Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2018 11:45 Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall. Hinn átján ára gamli Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall, tónlistarhússins í New York. Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng „Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun. Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.Söngurinn hafi bæst við þegar hann byrjaði í drengjakór en hann hefur nú verið í klassísku söngnámi í níu ár. Kappinn tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir tæpum þremur árum og hefur tekið þátt í þeim nokkrum síðan og unnið til verðlauna. Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld. Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.Pétur hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum í haust og hefur verið í prufum í skólum vestanhafs eftir áramótin. Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða. „Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hinn átján ára gamli Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall, tónlistarhússins í New York. Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng „Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun. Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.Söngurinn hafi bæst við þegar hann byrjaði í drengjakór en hann hefur nú verið í klassísku söngnámi í níu ár. Kappinn tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir tæpum þremur árum og hefur tekið þátt í þeim nokkrum síðan og unnið til verðlauna. Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld. Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.Pétur hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum í haust og hefur verið í prufum í skólum vestanhafs eftir áramótin. Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða. „Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira