Þrjár erlendar konur létust eftir að hafa gengist undir magaminnkunaraðgerð hjá íslenskum lækni Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 20:53 Landlæknisembættið rannsakar dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu. Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00
Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent