Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 06:00 Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, hefur verið hvött til að gefa kost á sér í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum. Hún stefnir annað. Björt segir síðastliðið ár hafa verið erfitt fyrir flokkinn. Vísir/Ernir Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira